fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Segja að ef Ejub taki ekki við Kórdrengjum þá hætti FH við að taka yfir félagið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 12:45

Ejub Purisevic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvissa ríkir um það hvað verður um Kórdrengi sem skráðir eru til leiks í Lengjudeild karla í sumar. Liiðið á að hefja leik í Lengjubikarnum á morgun en óvíst er hvort það takist.

FH hefur átt í viðræðum um að sjá um lið Kórdrengja í sumar.

Á vef Fótbolta.net segir í dag að FH sé í viðræðum um að Ejub Purisevic taki við þjálfun liðsins. „Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur FH boðið Ejub Puricevic að taka við þjálfum liðsins og hann hefur verið að íhuga málið. Ef hann segir nei er búist við að FH hætti við að taka yfir félagið,“ segir í frétt Fótbolta.net.

Samkvæmt fréttinni veltur þessi yfirtaka FH á Kórdrengjum því á því hvort Ejub sé klár í slaginn.

Ejub er með mikla reynslu en hann hefur síðustu ár starfað í yngri flokka starfi Stjörnunnar, þar hætti hann í haust og hefur verið án starfs síðan.

FH hefur stefnt að því að taka yfir Kórdrengi síðustu vikur og láta liðið vera stað fyrir unga leikmenn félagsins.

Kórdrengir hafa ekki æft í vetur eftir að Davíð Smári Lamude hætti störfum og tók við sem þjálfari Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld