fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Chelsea týndur í rústum í Tyrklandi – Leit stendur yfir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Atsu fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle er einn þeirra þúsunda sem leitað er af í Tyrklandi eftir jarðskjálfta þar í landi.

Atsu leikur með Hatayspor í Tyrklandi en fjölmiðlar þar í landi segja hann nú einn af þeim ser fastur undir rústum.

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.

Meira:
Birkir Bjarna lætur vita að hann sé óhultur – Tæplega 700 látnir á svæðinu þar sem hann býr í Tyrklandi

Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Nú þegar hefur verið staðfest að tæplega þúsund séu látnir og gæti sú talað hækkað. Sérfræðingar telja í raun að líklega hafi um 10 þúsund manns fallið í þessum náttúruharmleik.

FJölmiðlar í Tyrklandi segja að Atsu og Taner Savut yfirmaður knattspyrnumála hjá Hatayspor séu týndir og þeirra sé leitað. Nokkrum leikmönnum og starfsmönnum félagsins hefur nú þegar verið bjargað úr rustum bygginga.

Jarðskjálftinn reið yfir klukkan 04:00 í nótt þegar flestir voru sofandi.

Atsu er 31 árs gamall en hann kom árið 2013 til Chelsea en spilaði aldrei í deild fyrir félagið, hann var lánaður til Vitesse, Everton, Bournemouth, Malaga og Newcastle áður en hann fór frá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum