fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Fréttirnar um Heimi komu á versta tíma – „Ég lít á það sem mitt hlutverk“

433
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mætti í sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar alla mánudaga.

Í þættinum var það meðal annars rifjað upp þegar Vanda ræddi við Heimi Hallgrímsson um að taka hugsanlega við íslenska karlalandsliðinu á sínum tíma.

Mörgum þótti það óheppilegt en Arnar Þór Viðarsson er þjálfari liðsins.

„Ég lít á það sem mitt hlutverk að vera alltaf að meta stöðuna og horfa fram veginn,“ segir Vanda.

„Arnar hefur fullt traust. Hann er landsliðsþjálfarinn. Við erum að fara í afskaplega spennandi ár.“

Vanda segir það einfaldlega hluta af fótboltanum að taka stöðuna af og til og sjá hvort eitthvað sé hægt að bæta.

„Svona er bara fótboltinn. Ég var þjálfari í 30 ár og hef verið rekin.“

Fréttir af samtali Vöndu og Heimis birtust skömmu eftir að Ísland hafði sótt góð úrslit í leik við Albaníu og segir hún tímasetninguna hafa verið óheppilega.

„Samtalið átti sér samt ekki stað á þeim tíma.“

Hér að neðan má sjá umræðuna sem og þáttinn í heild.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
Hide picture