fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Einar Kárason móðgaðist – „Að það væri ekki hægt að gera kjúklingasalat úr kjúklingaskít“

433
Laugardaginn 18. febrúar 2023 20:00

Einar Kárason. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Einar hefur lifað tímana tvenna, hápunktana sem og lágpunktana sem stuðningsmaður knattspyrnuliðs Fram.

,,Við gengum í gegnum mikið niðurlægingar tímabil,“ sagði Einar í Íþróttavikunni er hann rifjaði upp sögu Fram. ,,Ég ólst upp við það að Fram væri topp klúbburinn, ég meina níundi áratugurinn og svona, við vorum alltaf með besta liðið í bikarnum á hverju ári.“

Svo fór að halla undan fæti.

,,Og það komu nokkur ár sem voru bara algjör niðurlæging. Maður var að fara niður á Laugardalsvöll á leiki, Fram komið niður í neðri deildir og það var engin stemning á leikjunum, “sextíu“ metrar frá hliðarlínunni að stúkunni.“

Á þessu niðurlægingar tímabili hafi í mesta lagi 60 manns mætt á leiki.

,,Það var engin stemning en svo hafa síðustu ár verið eldflaugarferð upp á við. Sumarið í fyrra í fyrsta skipti í efstu deild um langa hríð, það var æðislegt.

Svo erum við komin með þetta flotta svæði og nýjan leikvang uppfrá í Úlfarsárdalnum og rosaleg stemning og gleði í kringum félagið.“

Fram átti sæti í efstu deild karla á Íslandsmótinu í fyrra, í fyrsta skipti í langan tíma og endaði um miðja deild þrátt fyrir harkspár sparkspekinga.

,,Liðið var rosalega skemmtileg í fyrra, skoraði mikið. Það var alveg herfilegt að lesa spárnar fyrir tímabilið, einhver fjölmiðill sagði að það væri ekki hægt að gera kjúklingasalat úr kjúklingaskít.

Ég náttúrulega móðgaðist og ætlaði ekki að lesa viðkomandi fjölmiðil aftur en það gekk mjög vel hjá Fram. Ætli okkur sé ekki spáð 8.sæti fyrir komandi tímabil, ég hugsa að við lendum í 3. eða 4. sæti.“

Nánari umræðu um Fram má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“
Hide picture