Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Farið var yfir KA í Bestu deild karla en ljóst er að þar voru nokkur vonbrigði með gengið í deildinni, þar sem Hallgrímur Jónasson stýrði liðinu á sínu fyrsta ári.
„Þjálfari skiptir helvíti miklu máli, svipaðir leikmannahópar. Hann nær aldrei að keyra þá í gang, smá í Evrópu og bikarnum. Ekkert til að hoppa hæð sína yfir,“ segir Hrafnkell en Hallgrímur tók við þjálfun liðsins af Arnari Grétarssyni.
Kristján Óli tók þá til máls. „Þetta er einfaldasta útskýringin, skoðaðu Val í ár og í fyrra, KA í ár og í fyrra. Þjálfarinn hjá KA var betri í fyrra en í ár.
Það er ástæða fyrir því að menn sækja þjálfara með reynslu og þekkingu.“
Hörður Snævar vildi gefa Hallgrími smá tíma. „Hallgrímur er bara nýr og þarf tíma, hann þarf að gera eitthvað næsta sumar.“
Umræða um þetta er hér að neðan.