Burnley 0 – 2 Liverpool
0-1 Darwin Nunez(‘6)
0-2 Diogo Jota(’90)
Liverpool vann nokkuð sannfærandi sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag en um var að ræða næsta síðasta leik dagsins.
Liverpool stjórnaði öllu í fyrri hálfleik í þessum leik og komst yfir með marki frá Darwin Nunez eftir sex mínútur.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley og hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Íslenski landsliðsmaðurinn fékk gott skallafæri til að jafna metin fyrir heimamenn en setti boltann yfir markið.
Burnley stóð sig mun betur í seinni hálfleik en það var Diogo Jota sem kláraði leikinn svo endanlega fyrir gestina á lokamínútunni í 2-0 sigri.