Mesut Özil var aldrei þekktur fyrir að vera sérlega sterkbyggður á knattspyrnuferli sínum en hann er það svo sannarlega í dag.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári en hefur undanfarið lagt hart að sér í líkamsræktarsalnum undir handleiðslu einkaþjálfarans Alper Aksac.
Er Özil orðinn mun vöðvameiri en hann var og hefur hann birt fjölda mynda af því.
Hér að neðan má sjá nokkrar nýlegar myndir af Özil og má bera þær saman við myndina hér ofar.