Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að hans menn hafi verið við stjórnvölin gegn West Ham í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins á Englandi en West Ham hafði betur 2-0 með mörkum seint í seinni hálfleik.
,,Við stjórnuðum leiknum en mistókst að skora, við vorum með alla stjórn á þessum leik bæði með og án bolta,“ sagði Ten Hag.
,,Þeir fengu engin tækifæri þar til á 72. mínútu þegar við slökktum á okkur.“
,,Hjá Manchester United þá þurfa allir að taka ábyrgð. Við þurfum að halda ró okkar, standa saman og fylgja leikplaninu.“