Tottenham vann sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Everton á heimavelli sínum í London.
Richarlison og Heung Min Son gerðu mörk Tottenham en Andre Gomes lagaði stöðuna fyrir Everton undir lok leiks.
Everton ógnaði marki Tottenham verulega undir lokin en mistókst að jafna og heimasigur staðreynd.
Guglielmo Vicario var frábær í marki Tottenham í sigrinum og bauð upp á magnaða vörslu eins og má sjá hér fyrir neðan.
What a save from Vicario pic.twitter.com/6oKyemI0hG
— Josh (@joshuathfc6) December 23, 2023