West Ham 2 – 0 Manchester United
1-0 Jarrod Bowen(’72)
2-0 Mohammed Kudus(’78)
West Ham lyfti sér upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið mætti Manchester United í London.
Heimamenn voru töluvert sterkari aðilinn í þessum leik og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik.
Þeir Jarrod Bowen og Mohammed Kudus hafa verið sjóðandi heitir undanfarið og gerðu mörkin tvö.
West Ham er nú með 30 stig í sjötta sæti, tveimur stigum á undan Man Utd sem er í því áttunda.