Albert Guðmundsson getur ekki hætt að skora með Genoa en hann skoraði fyrir skömmu jöfnunarmark liðsins gegn Sassuolo í leik sem nú stendur yfir.
Andrea Pinamonti hafði komið Sassuolo yfir á 28. mínútu en Albert jafnaði af vítapunktinum á 64. mínútu.
Þetta er sjöunda mark Alberts í Serie A á leiktíðinni.
Staðan er 1-1 þegar um stundarfjórðungur lifir leiks.
Hér að neðan má sjá markið.
🇮🇹 Goal: Albert Gudmundsson | Sassuolo 1-1 Genoapic.twitter.com/IxgzBaLw8c
— FootColic ⚽️ (@FootColic) December 22, 2023