Norrköping hefur opnað samtalið við Víking og reynir nú að kaupa þjálfarann, Arnar Gunnlaugsson frá félaginu.
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag.
Arnar hefur farið á ítrekaða fundi með sænska félaginu sem hefur nú formlega áhuga á því að ráða hann til starfa.
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fór einnig í viðræður við félagið en Arnar er þeirra fyrsti kostur.
Arnar hefur unnið frábært starf með Víkingi en Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars mun taka við liðinu ef Arnar fer til Norrköping.