Stemmingin á Anfield þegar Liverpool vann góðan sigur á West Ham í enska deildarbikarnum í gær var léleg að mati Jurgen Klopp, stjóra liðsins.
Stemmingin á leikjunum á Anfield hefur verið til umræðu undanfarið. Var talað um að aldrei hefði verið eins lélegt stemming eins og á leiknum gegn Manchester United á sunnudag.
Klopp ræddi um þetta eftir 5-1 sigur á West Ham í gær. „Ég var ekki sáttur með andrúmsloftið á vellinum, ég veit ekki hvað þau vilja,“ segir Klopp.
„Við þurfum að hafa Anfield á tánum, það á ekki að þurfa að ég rífist við þjálfara þeirra eða eitthvað.“
„Ef þú ert ekki í stuði til að mæta þá áttu að gefa öðrum aðila miðann þinn.“
Ljóst er að Klopp vonast eftir betri stemmingu á laugardag þegar Arsenal heimsækir Anfield.
🚨 Klopp: “I was not overly happy with the atmosphere behind me. I wondered what they wanted”.
“We need Anfield on their toes without me being in argument with their coach or whatever”.
“If you’re not in the right shape, give your ticket to someone else…”, via @ptgorst. pic.twitter.com/s2R2q7JMJ2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 20, 2023