Gary Neville, sparkspekingur hefur gaman af ummælum Jurgen Klopp, stjóra Liveprool, sem kvartaði undan stemmingu á Anfield í gær.
Neville benti á þetta á sunnudag eftir leik gegn Manchester United, sagði hann stemminguna á Anfield ekki hafa verið góða.
Stuðningsmenn Liverpool voru frekar ósáttir með það en Neville segist ekkert heyra í þeim í dag.
„Þessir stuðningsmenn sem létu mig heyra það eftir ummælin um stemminguna gegn United eru hljóðlátir í morgun,“ skrifar Neville.
Klopp ræddi stemminguna á Anfield eftir 5-1 sigur á West Ham í gær. „Ég var ekki sáttur með andrúmsloftið á vellinum, ég veit ekki hvað þau vilja,“ segir Klopp.
„Við þurfum að hafa Anfield á tánum, það á ekki að þurfa að ég rífist við þjálfara þeirra eða eitthvað.“
„Ef þú ert ekki í stuði til að mæta þá áttu að gefa öðrum aðila miðann þinn.“
Ljóst er að Klopp vonast eftir betri stemmingu á laugardag þegar Arsenal heimsækir Anfield.