fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Stórhuga Víkingar kynna þrjá nýja leikmenn til leiks

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 12:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. kynnti í dag til leiks þrjá nýja leikmenn félagsins.

Um er að ræða þá Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðna Fjóluson og Pálma Rafn Arinbjörnsson.

Valdimar kemur frá Sogndal, sem spilar í norsku B-deildinni, en þar áður var hann hjá Stromsgodset í efstu deild þar í landi.

Jón Guðni er auðvitað þaulreyndur atvinnumaður en hann hefur verið hjá Hammarby undanfarin ár, þar sem hann hefur þó lengi vel glímt við meiðsli.

Pálmi er tvítugur markvörður sem kemur frá Wolves þar sem hann hefur spilað með varaliðinu.

Víkingur burstaði Bestu deildina í ár og er greinilega stórhuga fyrir næstu leiktíð.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings hefur tilkynnt komu þriggja leikmanna sem allir koma heim úr atvinnumennsku á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu.

Þeir Valdimar Þór & Pálmi Rafn hafa skrifað undir fjögurra ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Jón Guðni skrifað undir tveggja ára samning sem gildir út 2025

Jón Guðni er 34 ára varnarmaður sem kemur frá Hammarby í Svíþjóð en hann er að koma heim eftir 12 ára atvinnumannferil þar sem hann hefur spilað með liðum í Belgíu, Rússlandi og Svíþjóð. Jón Guðni á þá 18 leiki fyrir Íslenska A landsliðið og skorað eitt mark.

Valdimar Þór er 24 ára sóknarleikmaður sem getur leyst allar framliggjandi stöður á vellinum. Valdimar kemur heim eftir þrjú ár í Noregi þar sem hann spilaði með Strømsgotset og Sogndal. Valdimar á 2 leiki fyrir Íslenska A landsliðinu og 11 leiki fyrir U-21 landsliðið.

Pálmi Rafn er 20 ára gamall markmaður sem kemur heim eftir fjöggura ára dvöl með Wolves á Englandi þar sem hann hefur spilað með U18 ára liði félagsins og nú seinast sem aðalmarkmaður varaliðsins þar sem hann var fjórði markmaður aðalliðsins sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Það er mikið fagnarefni fyrir okkur Víkinga að fá þessa leikmenn í okkar raðir og mun þeir styrkja liðið mikið fyrir komandi átök í Bestu Deildinni og Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning