fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Roy Keane hraunar yfir Van Dijk fyrir þessi ummæli eftir leik gærdagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 09:05

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Roy Keane sakaði Virgil van Dijk, leikmann Liverpool, um að sýna hroka í viðtali eftir leik liðanna í gær.

Liverpool og United gerðu markalaust jafntefli á Anfield í gær og eftir leik sagði Van Dijk að aðeins Liverpool hafi viljað vinna leikinn og að United væri himinlifandi með stig.

„Við viljum vinna alla leiki, sérstaklega þegar við spilum gegn svona liði,“ sagði Van Dijk einnig.

„Þarna sýnir Van Dijk smá hroka. Hann þarf að muna að hann spilar fyrir lið sem hefur unnið einn titil í 30 ár,“ sagði Keane í setti Sky Sports eftir leik.

„United er á erfiðum stað, eins og Liverpool var í mörg ár. Hrokinn kom kannski í bakið á honum í dag.“

Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Liverpool, var með Keane í setti og var ekki á sama máli en Írinn stóð fastur á sínu.

„Þetta er hrokafullt. Ég myndi aldrei vanvirða félög svona.“

Sturridge tók til máls.

„Ég held hann sé bara vonsvikinn með frammistöðu Liverpool miðað við tölfræðina og hvernig þeir stjórnuðu leiknum. Hann er bara svekktur með að Liverpool hafi ekki gert það sem þeir gátu í dag,“ sagði hann.

Myndband af umræðunum er hér að neðan fyrir áhugasama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl