fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Er þetta maðurinn sem á að bera bandið gegn Liverpool? – ,,Þetta er hans síðasti séns“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 20:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford gæti óvænt fengið fyrirliðabandið í leik Manchester United við Liverpool um þessa helgi ef þú spyrð Dimitar Berbatov, fyrrum leikmann liðsins.

Það er allavega eitthvað sem Berbatov vonast eftir en Rashford hefur alls ekki átt góðan vetur eftir flotta frammistöðu á síðustu leiktíð.

Bruno Fernandes verður ekki með Man Utd í þessum stórleik og er óljóst hver mun bera bandið í viðureigninni.

,,Við vitum að Bruno Fernandes mun ekki taka þátt í þessum leik sem er annað vandamál fyrir Man Utd sem þarf að vonast eftir því að sá sem tekur við geti sinnt því starfi,“ sagði Berbatov.

,,Spurningin er, hver tekur við bandinu á Anfield? Ég veit ekki hvað Erik ten Hag er að hugsa, hver á skilið bandið meira, reynslumiklir leikmenn eins og Jonny Evans, Raphael Varane eða einhver yngri og hungraðari eins og Scott McTominay?“

,,Marcus Rashford þarf að finna fyrir trú, hann ætti mögulega að bera bandið í þessum leik, það væri hans síðasti séns í að leiða liðið áfram. Hann gæti áttað sig á því að þetta sé hans síðasta tækifæri að vera leiðtogi og helsta stjarna Man United. Þetta er stund sem gæti kveikt í leikmönnum, þeir þurfa stundum bandið í svona viðureignum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Í gær

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann