fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Gerrard vill bjóða í leikmann Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial er á förum frá Manchester United í janúar eða í sumar. Það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu.

Samningur hins 28 ára gamla Martial rennur út eftir leiktíðina en kappinn skrifaði undir fimm ára samning við United 2019 með möguleika á árs framlengingu. Verður sá möguleiki hins vegar ekki nýttur af hálfu United og fer leikmaðurinn því frítt næsta sumar, nema hann verði seldur í janúar.

Martial var keyptur til United 2015 og varð um leið dýrasti táningur sögunnar. Kostaði hann 36 milljónir punda og kom frá Monaco en kaupverðið gat hækkað í 58 milljónir punda. Það er óhætt að segja að Martial hafi ekki staðið undir væntingunum á tíma sínum hjá United.

Steven Gerrard, stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu, er nú sagður vilja fá Martial til sín en Jordan Henderson er til að mynda á mála hjá félaginu.

Al-Ettifaq gæti boðið 10 milljónir evra í Martial í janúar samkvæmt blaðamanninum Ekrem Konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona