fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

KR staðfestir brottför Ole Martin sem tekur að sér starf í heimalandinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur staðfest það að Ole Martin Nesselquist sé að hætta sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Hann er að taka að sér aðalþjálfarastarf í Noregi.

Ole Martin var ráðinn til KR fyrir ári síðan og voru miklar væntingar gerðar til hans. Rúnar Kristinsson hætti svo sem þjálfari KR í haust og Gregg Ryder tók við þjálfun liðsins.

„Mig langar að þakka öllum KR-ingum fyrir skemmtilegt og spennandi ár sem senn er að líða. Ég naut hverrar stundar að vera hluti af KR-fjölskyldunni og að búa í Vesturbænum. Nú er tíminn réttur fyrir mig að taka næsta skref á ferlinum, en ég mun alltaf hugsa til baka til míns tíma hjá KR með hlýhug. Þá langar mig að þakka fyrir tækifærið sem ég fékk hjá KR og þakka öllum leikmönnum og starfsfólki KR fyrir að gera árið ógleymanlegt. Að lokum vil ég óska Gregg, öðrum þjálfurum og leikmönnum alls hins besta á nýju ári og er viss um að það séu bjartir tímar framundan hjá KR,“ segir Ole Martin í tilkynningu KR.

Tilkynningin í heild
Ole Martin Nesselquist og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá félaginu til þess að gerast aðalþjálfari hjá liði í heimalandi sínu, Noregi.

Ole Martin kom til KR í upphafi árs 2023 og samdi til loka árs 2025, en þegar tækifæri bjóðast þá er það stefna KR að ekki standa í vegi fyrir því að þjálfarar eða leikmenn fái tækifæri að taka skref fram á við í sinni þróun.

KR þakkar Ole Martin fyrir frábært starf í þágu félagsins og óskar honum um leið velfarnaðar í nýju starfi.

„Mig langar að þakka öllum KR-ingum fyrir skemmtilegt og spennandi ár sem senn er að líða. Ég naut hverrar stundar að vera hluti af KR-fjölskyldunni og að búa í Vesturbænum. Nú er tíminn réttur fyrir mig að taka næsta skref á ferlinum, en ég mun alltaf hugsa til baka til míns tíma hjá KR með hlýhug. Þá langar mig að þakka fyrir tækifærið sem ég fékk hjá KR og þakka öllum leikmönnum og starfsfólki KR fyrir að gera árið ógleymanlegt. Að lokum vil ég óska Gregg, öðrum þjálfurum og leikmönnum alls hins besta á nýju ári og er viss um að það séu bjartir tímar framundan hjá KR.“ segir Ole Martin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Í gær

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Í gær

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa