fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Óvænt félag sagt leiða kapphlaupið um De Gea

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. nóvember 2023 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David De Gea er enn samningslaus og er búinn að vera það í nokkra mánuði. Hann gæti þó verið að fá nýja vinnuveitendur samkvæmt fréttum.

Markvörðurinn yfirgaf Manchester United eftir ellefu ár á Old Trafford í sumar en samningur hans var ekki endurnýjaður.

Síðan hefur ekki tekist hjá De Gea að finna sér lið en hann hefur til að mynda verið orðaður við Real Betis og Inter Miami.

Enska götublaðið The Sun segir hins vegar að Al Ettifaq, sem er með Jordan Henderson innanborðs og með Steven Gerrard sem stjóra, hafi mikinn áhuga á De Gea og að félagið leiði meira að segja kapphlaupið um hann.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en De Gea vill án efa finna sér nýtt félag sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann