fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Grótta styrkir sig með tveimur öflugum leikmönnum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Valdimar Daði Sævarsson og Norðmaðurinn Eirik Brennhaugen munu ganga til liðs við Gróttu að samningum sínum loknum. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning.

Valdimar Daði er úr Vesturbænum og hefur leikið með KV og Þór síðustu ár í Lengjudeildinni við góðan orðstír. Þá á hann einnig leiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Valdimar er 21 árs gamall kantmaður sem getur leyst ýmsar stöður fram á við.

„Við erum virkilega ánægð að hafa klófest Valda. Hann er enn ungur og efnilegur og við sjáum fram á að geta þróað hann í hann í kantmann í hæsta gæðaflokki. Hann er virkilega efnilegur en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann mikla leikreynslu. Það er mikil vinna fram undan og við erum spenntir fyrir þróun hans,“ sagði Chris Brazell þjálfari meistaraflokks.

Eirik Brennhaugen er 23 ára örfættur varnarmaður sem kemur frá Noregi. Eirik lék síðast með liði Stjørdals-Blink og Ranheim þar á undan, en hann á yngri landsleiki að baki fyrir Noreg. Eirik er þjálfari og hefur þjálfað í akademíu Rosenborg síðustu ár. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka Gróttu.

Chris telur Eirik passa vel inn í Gróttuliðið: „Við teljum að Eirik passi vel inn í hugmyndafræði okkar. Síðustu misseri höfum við fundið leikmenn erlendis frá sem eru faldir gimsteinar. Grótta gefur þeim færi á þróa sinn leik og færa sig ofar í fótboltaheiminum. Síðustu ár höfum við fundið leikmenn með fjölbreyttan bakgrunn sem eru fyrirmyndir fyrir unga iðkendur Gróttu. Eirik passar fullkomlega í það en fyrst og fremst teljum við hann mikið efni á fótboltavellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin
433Sport
Í gær

Færa tíðindi sem munu gleðja stóran hóp stuðningsmanna Manchester United mikið

Færa tíðindi sem munu gleðja stóran hóp stuðningsmanna Manchester United mikið
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“