Tottenham hefur framleitt flesta landsliðsmenn fyrir England í sögunni.
Þetta má sjá á lista sem birtur var í enskum fjölmiðlum í dag.
Tottenham hefur fært Englandi flesta landsliðsmenn í sögunni eða 79. Þar á eftir koma Aston Villa og öllu óþekktara lið, Corinthian, sem var uppi á árunum 1882 til 1939 og var starfsemi þess í London.
Helstu stórlið Englands eru einnig á þessum lista sem alls telur tólf lið.
Hér að neðan er hann í heild.
Tottenham – 79
Aston Villa – 76
Corinthian – 76
Liverpool – 74
Everton – 70
Manchester United – 70
Arsenal – 69
Chelsea – 55
Manchester City – 52
Blackburn – 48
West Brom – 45
West Ham – 45