fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Það er hæfileiki að vera drullusokkur – „Það þarf að ýta undir það“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi var gestur í Íþróttavikunni um helgina. Þessi fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnumaður fór víða yfir sviðið.

Rætt var um stöðuna sem virðist vera í íslenskum fótbolta að varnarmenn og þá sérstaklega miðverðir. Íslenska landsliðið á lítið af þeim og fáir virðast vera að koma upp.

„Við höfum lagt áherslu í yngri flokkum á að halda bolta, þú þarft minnsta fótboltahæfileika í þessari stöðu. Þú þarft góða fyrstu snertingu, þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Þegar þú ferð niður yngri flokkana hvort þetta sé til staðar, að vita hvað skal gera. Hvernig kennir maður þetta? Þú getur sagt þetta við en hvernig kennir þú þetta með æfingum? Ég er ekki í þeim fræðum, þetta snýst um að vita hvað þú ert að gera,“ segir Kári.

Hann segir stöðu miðvarðar snúast um þetta en Kári er einn besti miðvörður í sögu landsliðsins.

„Staðsetningar og lesa leikinn, hvernig andstæðingurinn beitir sér. Það eru nokkrir efnilegir miðverðir að koma upp, í Víking sem dæmi en þeir eru mjög ungir.“

Kári segir A-landsliðið ekki bara glíma við þetta vandamál. „Þetta er veikleiki í U21 árs liðinu líka,“ segir Kári.

„Þetta er annað game, það er fókus á hvað þeir eru léttleikandi og góðir með boltann. Ef þú ert með þjösnara sem eru til í að leggja allt á línuna, sem eru drullusokkar. Það þarf að ýta undir það, það er hæfileiki eins og hvað annað í fótbolta,“ segir Kári.

Umræðan um þetta er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
Hide picture