Það er möguleiki að Thomas Partey sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Arsenal samkvæmt Foot Mercato á Ítalíu.
Miðillinn segir að Juventus hafi mikinn áhuga á að fá Partey í janúar og þá á láni með möguleika á kaupum næsta sumar.
Partey hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og hefur aðeins spilað 341 mínútu í vetur.
Arsenal ku vera opið fyrir því að selja Partey sem og lána hann en vill fá 30 milljónir í sinn vasa.
Partey hefur ekki spilað leik síðan 8. október gegn Manchester City og er bundinn Arsenal til 2025.