Thomas Soucek, leikmaður West Ham, er einn allra mikilvægasti leikmaður tékknenska landsliðsins.
Soucek spilaði í leik gegn Póllandi á laugardag en honum lauk með 1-1 jafntefli í undankeppni EM.
Soucek fékk risastóran skurð á ennið í þessari viðureign er leikmaður Póllands fór með takkana í höfuð hans.
Soucek náði að klára leikinn með læknishjálp en hann var með umbúðir yfir skurðinum.
Eftir leik var svo birt mynd af miðjumanninum þar sem má sjá að hann er ansi illa farinn og sem betur fer fóru takkarnir ekki í auga hans.