fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Jóhann Berg eftir leikinn: ,,Ekki bara þessi númer sjö“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 22:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðaband Íslands í kvöld er liðið mætti Portúgal í undankeppni EM.

Ísland spilaði þéttan og fínan varnarleik í viðureigninni en Portúgal er með frábært lið og skoraði tvö mörk í 2-0 sigri.

Frammistaðan var þó mun betri en gegn Slóvakíu á dögunum þar sem Ísland fékk skell, 4-1.

,,Varnarlega vorum við mjög solid og fengum nokkur færi, það var alltaf að fara að gerast en við vorum þéttir til baka og sköpuðum okkur sénsa sem við gátum klárað,“ sagði Jóhann Berg við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var frábært skot hjá Bruno þarna og við hefðum kannski átt að vera aðeins sneggri út í hann en svona er þetta bara. Það voru góðir og jákvæðir punktar í þessu.“

,,Þetta er eitt skref fram á við og vonandi fáum við þetta playoff í mars og þá tökum við fleiri fram á við og komum okkur á EM.“

,,Þetta eru frábærir leikmenn, það er ekki bara einn, ekki bara þessi númer sjö heldur aðrir sem eru ansi góðir. Þetta var fínt test fyrir okkur í dag.“

Jóhann Berg á þar auðvitað við Cristiano Ronaldo sem var fremstur hjá Portúgal í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi