Frakkland 14 – 0 Gíbraltar
1-0 Ethan Santos(sjálfsmark)
2-0 Marcus Thuram
3-0 Warren Zaire Emery
4-0 Kylian Mbappe(víti)
5-0 Jonathan Clauss
6-0 Kingsley Coman
7-0 Youssouf Fofana
8-0 Adrien Rabiot
9-0 Kingsley Coman
10-0 Ousmane Dembele
11-0 Kylian Mbappe
12-0 Kylian Mbappe
13-0 Olivier Giroud
14-0 Olivier Giroud
Það fór fram ótrúlegur knattspyrnuleikur í kvöld er Frakkland mætti Gíbraltar í undankeppni EM.
Gíbraltar er alls ekki með frábært lið og átti maður að nafni Ethan Santos martröð í kvöld er hann skoraði sjálfsmark í byrjun og fékk svo rautt spjald á 18. mínútu.
Staðan var 3-0 fyrir Frökkum er Santos var rekinn af velli og ljóst að verkefnið yrði þægilegt fyrir heimamenn.
Frakkland átti eftir að bæta við 11 mörkum og vann 14-0 sigur þar sem Kylian Mbappe skoraði þrennu.