Aaron Ramsdale verður í marki Arsenal í næsta úrvalsdeildarleik en hann hefur ekki spilað síðan í fjórðu umferð.
Ramsdale hefur ekki spilað aðalliðsleik síðan í september en hann fær tækifæri með liðinu í deildabikarnum.
Arsenal þarf að nota Ramsdale um næstu helgi þar sem David Raya má ekki spila gegn Brentford.
Raya var lánaður til Arsenal frá Brentford í sumar og er búist við að hann verði keyptur næsta sumar. Raya var ekki lengi að taka byrjunarliðssætið af enska markmanninum.
Ramsdale fær tækifæri á að sanna sig í næsta leik en hann átti nokkuð gott tímabil síðasta vetur.