Harry Kane er búinn að eignast nýjan besta vin í Þýskalandi en hann gekk í raðir Bayern Munchen í sumar.
Kane hefur aldrei leikið utan Englands á sínum ferli en ákvað að færa sig til Þýskalands í sumar og hefur síðan þá verið frábær.
Muller hefur tekið Kane undir sinn væng og bauð honum í golf stuttu eftir komuna til landsins.
Í dag eru Kane og Muller mjög góðir vinir og er sá fyrrnefndi sjálfur að reyna að ná tök á þýskunni.
,,Thomas Muller bauð mér í golf þegar ég mætti til Þýskalands, það var mjög vingjarnlegt af honum,“ sagði Kane.
,,Það er auðvitað erfitt að koma í nýtt land og eignast vini svo ég var þakklátur. Við skemmtum okkur konunglega.“