Breiðablik 3 – 0 Stjarnan
1-0 Ágúst Eðvald Hlynsson
2-0 Jason Daði Svanþórsson
3-0 Viktor Karl Einarsson
Bose æfingamótið fór af stað á þessum ágæta laugardegi og var stórleikur strax í fyrstu umferð.
Breiðablik spilaði þar við Stjörnuna en það fyrrnefnda var mun sigurstranglegra fyrir viðureignina.
Blikar hafa spilað í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar undanfarnar vikur og eru því í ágætri leikæfingu.
Þeir grænklæddu höfðu betur, 3-0 en liðið mætir Maccabi Tel Aviv í einmitt riðlakeppni Sambandsdeildarinnar næst þann 30. nóvember.