Sænska félagið Norrköping er komið með leyfi til þess að ræða við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings.
Frá þessu er sagt á Fótbolta.net. „Þetta er á algjöru frumstigi, en þeir hafa haft samband og hafa greinilega áhuga,“ sagði Kári Árnason yfirmaður fótboltamála.
Norrköping er án þjálfara en hjá félaginu eru þrír íslenskir leikmenn, þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson.
Arnar hefur unnið magnað starf með Víking, liðið hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari undir hans stjórn.
Nánast er klappað og klárt að Sölvi Geir Ottesen tekur við liðinu ef Arnar fer til Svíþjóðar.