Mikael Nikulásson hefur skrifað undir nýjan samning við KFA í 2. deild karla en hann gildir til ársins 2024.
Frá þessu greinir félagið nú rétt í þessu en fjölmargir leikmenn hafa einnig framlengt á Austurlandi.
Mikael gerði flotta hluti með KFA síðasta sumar en mistókst þó að koma liðinu upp um deild.
Þá hefur Jóhann Ragnar Benediktsson framlengt en hann er aðstoðarþjálfari félagsins.
Tilkynning KFA:
KFA kynnir áframhaldandi samninga við bæði Mikael Nikulásson, aðalþjálfara og Jóhann Ragnar Benediktsson aðstoðarþjálfara. Samningar þeirra beggja gilda nú út tímabilið 2024.
Við sama tilefni tilkynnir félagið um nýja samninga við eftirfarandi menn:
Marteinn Már Sverrisson framlengir til tveggja ára og spilar með KFA út tímabilið 2025.
Geir Sigurbjörn Ómarsson framlengir til eins árs og spilar með KFA út tímabilið 2024.
Esteban Selpa framlengir til eins árs og spilar með KFA út tímabilið 2024.
Zvonimir Blaic framlengir til eins árs og spilar með KFA út tímabilið 2024.
Patrekur Aron Grétarsson framlengir til eins árs og spilar með KFA út tímabilið 2024.
Dagur Þór Hjartarson framlengir til eins árs og spilar með KFA út tímabilið 2024.
Birkir Ingi Óskarsson gengur til liðs við KFA og semur til eins árs og spilar með liðinu út tímabilið 2024.
Stjórn KFA er stolt að geta tilkynnt svona marga menn í einu og hlakka til næstkomandi sumars með þá Mike og Jóa við stjórnvölinn.
Áfram KFA ❤️🤍❤️