Enska úrvalsdeildin hefur tekið tíu stig af Everton eftir að félagið gerðis brotlegt um fjármögnun félaga.
Everton hefur eytt meira en félagið hefur aflað og féll það á FFP reglunum.
Everton er því með fjögur stig í deildinni núna og er á botninum ásamt Burnley sem er með sama stigafjölda.
Everton hefur spilað vel síðustu vikur en ljóst er að brekkan er brött núna.
Liðið á þó góðan séns á að bjarga sér frá falli enda hafa Burnley, Luton og Sheffield United ekki byrjað vel.
BREAKING: Everton handed 10-point deduction for FFP violation 🚨 pic.twitter.com/yx10HBZDFC
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 17, 2023