Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Genoa á Ítalíu sem gildir til ársins 2027, félagið staðfesti þetta í dag.
Albert hefur verið orðaður við nokkur stórlið undanfarið eftir góða frammistöðu í efstu deild þar í landi.
Sagt er að Albert fái ríflega launahækkun eftir að hafa framlengt samning sinn.
Það er þó enn búist við því að næsta sumar að stærri félög reyni að klófesta Albert sem gert hefur vel með nýliðum Genoa.
Albert var ekki í íslenska landsliðshópnum í gær en lögreglan á Íslandi hefur rannsakað mál undanfarna mánuði og sökum þess má Age Hareide ekki velja hann.
🇮🇸 Albert Gudmunsson signs new long term deal at Genoa valid until June 2027 as he’s having great season in Serie A.
Salary increased, longer deal and still one to watch for the summer window as many clubs keep following him. pic.twitter.com/fXTApNB9Wg
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 17, 2023