Harry Kane hefur svo sannarlega byrjað vel með sínu nýja félagi, Bayern Munchen í Þýskalandi.
Kane raðaði inn mörkum fyrir Tottenham í mörg ár en ákvað að taka skrefið til Þýskalands í sumar.
Síðan þá hefur Kane skorað 21 mark og lagt upp önnur sjö fyrir Bayern en hann hefur aðeins spilað 16 leiki.
Bild í Þýskalandi segir að Kane eigi von á risastórum bónus ef hann nær að skora 40 mörk á þessari leiktíð.
Ef Kane skorar 40 mörk fær hann 250 þúsund pund beint í vasann en hann þénar um 350 þúsund pund vikulega í Munchen.
Um er að ræða þrítugan framherja sem elskar fátt meira en að skora mörk og er næst markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.