Rafaela Pimenta umboðskona Erling Haaland hefur tjáð sig um þær kjaftasögur að norski framherjinn fari til Real Madrid.
Sú kjaftasaga hefur lengi lifað að Haaland sé með klásúlu í samningi sínum við City sem gerir honum kleift að fara til Real Madrid.
„Erling ræður sjálfur ferðinni með sinn feril, þannig er það alltaf,“ segir Rafaela Pimenta sem er afar öflug í sínu fagi.
„Erling mun alltaf gera það sem er gott fyrir sig en einnig fyrir City.“
„Þegar allir aðilar eru opnir fyrir breytingum þá verða þær en Erling mun alltaf bera virðingu fyrir City.“
Haaland er á sínu öðru tímabili hjá City og hefur hann raðað inn mörkum eftir að hafa komið frá Borussia Dortmund.
🚨🇳🇴 Haaland’s agent Pimenta on the links with Real Madrid move: “Erling is the master of own destiny, always”.
“He will always do what’s good for him and for Man City. When they all are open to make a change, it will happen. Erling will always be respectful”, told @relevo. pic.twitter.com/BIR9I7ITAg
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 16, 2023