Leikarinn Michael Fassbender er mikill aðdáandi Liverpool og einnig aðdáandi þjálfara liðsins, Jurgen Klopp.
Fassbender er heimsfrægur leikari en hann bauð upp á ansi skemmtilega eftirhermu í beinni útsendingu í gær.
Fassbender er opinn fyrir því að leika Klopp í kvikmynd einn daginn og ákvað að reyna að herma eftir Þjóðverjanum í sjónvarpi.
Leikarinn var sjálfur ekki of sáttur með eigin eftirhermu en myndbandið var ansi skondið.
Það má sjá hér.
Could we see @LFC fan Michael Fassbender playing Jurgen Klopp one day in a film?! 🔴
The 2x Academy Award nominee gives his best Klopp impression, teeth and all. 😂 pic.twitter.com/k0dqu3RQkz
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) November 15, 2023