Manchester United er tilbúið að selja Casemiro frá félaginu strax í janúar ef marka má fréttir undanfarna daga.
Segir að Sir Jim Ratcliffe sem er að eignast 25 prósenta hlut í félaginu vilji hreinsa til.
Casemiro er einn af þeim sem Ratcliffe telur að félagið eigi að selja.
Casemiro er 31 árs gamall og kom frá Real Madrid fyrir 60 milljónir punda árið 2022.
Cristiano Ronaldo hefur beðið forráðamenn Al-Nassr að skoða það að kaupa miðjumanninn frá Brasilíu.
Casemiro og Ronaldo léku saman hjá bæði Real Madrid og Manchester United og gætu nú sameinast í þriðja sinn.