Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp mark fyrir Bayern Munchen í kvöld sem mætti Roma í Meistaradeildinni.
Um var að ræða fyrsta leik liðanna í riðlakeppninni en Glódís spilaði allan leikinn að venju fyrir heimaliðið.
Bayern komst 2-0 yfir í þessum leik en Roma lagaði stöðuna á 58. mínútu og jafnaði svo í uppbótartíma.
Glódís spilaði á sínum stað í miðverði og lagði upp fyrra mark Bayern sem var skorað á 20. mínútu.
Soccerstand gefur Glódísi 7,7 í einkunn fyrir sína frammistöðu en hún ber fyrirliðaband Bayern og er mjög mikilvægur hlekkur í liðinu.