fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugsson segir það falsfrétt að hann sé í viðræðum í Svíþjóð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þvertekur fyrir það að hann eigi í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð. Fótbolti.net hélt slíku fram í gærkvöldi.

Arnar segir að hann færi aldrei í viðræður við neitt félag án þess að Víkingar væri meðvitaður um málið. Undir það tekur Kári Árnason í samtali við 433.is.

Hann sagði Víking ekki hafa fengið neina formlega beiðni um að fara í viðræður við Arnar.

„Ég hef heyrt af áhuga nokkurra liða í gegnum umboðsmenn en hef aldrei rætt við einn né neinn. Ég ber meiri virðingu fyrir mínu liði en svo að vera að standa í einhverju leynimakki,“ segir Arnar við Fótbolta.net í dag.

Arnar viðurkennir þó að áhugi sé á sér og það skal ekki koma neinum á óvart eftir magnaðan árangur hans með félagið. Arnar hefur þjálfað Víking í fimm ár og gert liðið í tvígang að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari.

Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir leikmenn Norrköping.

Ari Freyr Skúlason var leikmaður liðsins en ákvað að hætta í fótbolta nú þegar tímabilinu lauk. Norrköping endaði í níunda sæti sænsku deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029