Þorsteinn Aron Antonsson hefur samið við Val út tímabilið 2026. Staðfestir félagið þetta í dag.
Þorsteinn er varnarmaður, fæddur árið 2004 og kemur til félagsins frá Fulham en var á láni hjá Selfossi.
Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2020 og hefur alls spilað 49 leiki og skorað í þeim 4 mörk. Þá hefur hann spilað 18 yngri landsleiki og skorað í þeim 1 mark.
Valsmenn hafa verið að sækja yngri leikmenn til félagsins undanfarið og er Þorsteinn einn af þeim.