Ótrúlegur leikur átti sér stað á HM U17 liða í dag er Brasilía spilaði við Nýju Kaledóníu í riðlakeppni mótsins.
Brasilía var í engum vandræðum í þessari viðureign en liðiðer með marga mjög efnilega leikmenn innanborðs.
Brassarnir unnu sannfærandi 9-0 sigur og hefndu fyrir tap í fyrsta leik gegn Íran sem tapaðist, 3-2.
Það er líklegt að Brassarnir hafi set met í viðureign dagsins en liðið átti 81 skot að marki Nýju Kaledóníu og þar af 23 á markið.
Nýja Kaledónía byrjar keppnina ansi erfiðlega en liðið tapaði 10-0 gegn Englandi í fyrsta leik sínum.