Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, verður ekki sár ef Joao Felix verður seldur frá félaginu næsta sumar.
Felix var lánaður til Barcelona síðasta sumar og á félagið möguleika á að kaupa Portúgalann endanlega 2024.
Simeone hefur aldrei náð því besta úr Felix sem var mikið undrabarn en hann hefur gert flotta hluti með sínu nýja liði.
Simeone veit ekki hvar framtíð Felix liggur en verður sáttur ef leikmaðurinn ákveður að ganga endanlega í raðir Börsunga.
,,Hvað sem gerist við Joao Felix næsta júní verður frábært fyrir okkur,“ sagði Simeone við spænska miðla.
,,Ef hann verður áfram hjá Barcelona þá fáum við risaupphæð á móti. Ef hann kemur aftur hingað þá á hann þrjú ár eftir af samningnum til að sanna sig.“