Stephen Kenny mun að öllum líkindum hætta sem þjálfari írska landsliðsins í næstu viku og leggja sumir til að Roy Keane taki við.
Keane hefur verið aðstoðarþjálfari írska liðsins hér áður fyrr og þekkir aðstæður.
Keane hefur hins vegar ekki fengið starf í fótboltanum í fjögur ár en vill komast aftur út á grasið.
„Roy Keane væri fyrsti kostur á blaði hjá mér,“ segir Dietmar Hamann fyrrum leikmaður Liverpool.
„Landsliðið er ekki með styrktaraðila í dag, með komu Keane kæmu 5-10 fyrirtæki um leið og vildu vera með.“
„Það er ekki ástæðan fyrir því að ég myndi samt velja hann, hann getur vel þjálfað á meðal þeirra bestu. Hann fær virðingu frá fólki.“