James Maddison hefur neyðst til að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla á ökkla.
Þessi leikmaður Tottenham var valinn í hóp Gareth Southate fyrir leiki gegn Möltu og Norður-Makedóníu en nú er ljóst að hann verður ekki með þar.
Þá er óttast að meiðsli leikmannsins muni halda honum lengi frá vellinum.
Ange Postecoglu, stjóri Tottenham, mun sitja fyrir svörum á blaðamannafundi síðar í dag þar sem hann verður án efa spurður út í alvarleika meiðslanna.