fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Nú á að bæta ímynd landsins með „íþróttaþvotti“

433
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 04:35

Frá Sádi-Arabíu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádi-Arabía kemst á næsta ári í hóp umdeildra ríkja sem hafa fengið að halda lokakeppni HM í knattspyrnu. Þá verður landinu úthlutað úrslitakeppninni 2034 en ekkert annað land skilaði inn umsókn um að fá að halda keppnina. Margir spyrja sig hvernig getur staðið á því að land, sem er þekkt fyrir að bera enga virðingu fyrir mannréttindum, fái að halda úrslitakeppnina?

Fyrsta spurningin sem vaknar í tengslum við þetta er auðvitað af hverju ekkert annað land sótti um að fá að halda keppnina 2034? Ástæðuna er að finna í því að fimm knattspyrnusambönd, sem eru innan Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, skiptast á um að halda keppnina. 2022 var það Asía (Katar) sem fékk keppnina. 2026 eru það Kanada, Bandaríkin og Mexíkó (Norður-Ameríka) sem halda keppnina og 2030 fer hún fram á Spáni, Portúgal (Evrópuríkjum) og Marokkó (Afríkuríki) en fyrstu þrír leikirnir verða þó í Suður-Ameríku (Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ). Þetta gerir að verkum að leiðin að HM-2034 var nokkuð opin fyrir Sádí-Arabíu. Ástralar höfðu sýnt áhuga á að halda keppnina en drógu umsókn sína til baka „eftir að hafa skoðað alla þætti hennar“ eins og þeir segja sjálfir.

Því næst vaknar spurningin um af hverju Sádi-Arabía vill halda keppnina? Landið er mjög háð olíuvinnslu og útflutningi á olíu en á síðustu árum hefur stefnan verið sett á að gera landið minna háð olíu. Þessi stefna er kölluð Vision 2030 og á að hjálpa landinu að verða minna háð olíu enda mun olían klárast á einhverjum tímapunkti. HM er kannski ekki verkefni sem skilar miklum tekjum, eiginlega þvert á móti, en hugsunin á bak við þetta er að bæta ímynd landsins á alþjóðavettvangi, koma sér upp samböndum á æðstu stöðum og ýta undir gerð nýrra viðskiptasamninga. Samkvæmt Vision 2030 þá ætlar Sádi-Arabía að verða hjartað í arabíska og múslímska hluta heimsins, landið á að vera staðurinn þar sem miklar fjárfestingar munu eiga sér stað og landið ætlar að verða miðstöðin þar sem Afríka, Asía og Evrópa sameinast.

Þá má velta fyrir sér hvort umsókn Sádi-Arabíu snúist eingöngu um knattspyrnu? Alls ekki en knattspyrnan skiptir miklu máli en ekki öllu. Mörg af liðunum í efstu deildinni í Sádi-Arabíu keyptu fjölda heimsþekktra knattspyrnumanna í sumar, flestir eru þeir komnir nokkuð á aldur. Eflaust eru það peningarnir sem lokkuðu þá til landsins en miðað við fréttir af launagreiðslunum til þeirra þá eru þær ævintýralega háar. Opinber fjárfestingarsjóður landsins hefur á síðustu árum sett gríðarlega háar fjárhæðir í íþróttir. Til dæmis keypti hann enska knattspyrnufélagið Newcastle. Formúla 1 fer fram í landinu  og landið stendur fyrir golfkeppni þar sem verðlaunaféð er miklu hærra en í keppnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Gagnrýnendur segja að Sádi-Arabía noti íþróttir til að reyna að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi en hún er ekki góð vegna mannréttindabrota stjórnvalda. Þau hika ekki við að fangelsa fólk eða láta taka af lífi fyrir minnstu sakir. Þá eru réttindi kvenna fótum troðin í landinu. Það að nota íþróttir til að bæta ímyndina hefur verið kallað „sportswashing“ á ensku en það má kannski  þýða sem „íþróttaþvottur“ á íslensku.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að yfirvöld í Sádi-Arabíu beiti aftökum af miklum móð. Í september var búið að taka 100 manns af lífi á árinu. Í ágúst voru fjórir teknir af lífi í viku hverri og fyrr á árinu var 81 tekinn af lífi á einum og sama deginum. Segir Amnesty að þetta sé varfærið mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus