fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Arteta stendur við orð sín – „Ég myndi gera þetta aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa látið dómarana heyra það eftir tap liðsins gegn Newcastle um helgina.

Liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni og vann Newcastle 1-0 sigur. Eina mark leiksins var afar umdeilt og eftir leik hjólaði Arteta í dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni og að hana þyrfti að bæta til að sæma bestu deild í heimi.

Arsenal gaf svo út yfirlýsingu þar sem félagið lýsti yfir stuðningi við Arteta og tók undir hans ummæli eftir leik.

„Ég myndi gera þetta aftur og félagið einnig. Við munum gera það þar til búið er að bæta þetta. Það er okkar skylda að segja hvað okkur finnst,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Sevilla annað kvöld.

„Það er mín skylda að standa fyrir framan ykkur og myndavélarnar og segja hvað mér finnst um það sem gerist í leikjum. Það er það sem ég gerði. Ég var mjög opinskár um hvað mér fannst og hvernig mér fannst ákvarðanir sem voru teknar hafa áhrif á leikinn. Það er mín skylda að verja mína leikmenn og félagið á allan mögulegan máta.

Svona er ég bara. Svona hlutir gerast ekki á einni nóttu. Þegar ég segi eitthvað svona er það af því ég hef mjög sterka skoðun á einhverju. Þegar ég ræði við leikmenn mína ræði ég hvernig við getum bætt okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona