Lasse Schone, miðjumaður NEC er að spá í að hætta í fótbolta nú þegar hann hefur ítrekað horft á samherja sína falla til jarðar innan vallar þegar hjartað gefur sig.
Schone er danskur miðjumaður sem horfði á Christian Eriksen fara í hjartastopp, það gerðist á Evrópumótinu sumarið 2021.
Eriksen komst aftur á fætur og er að spila í dag en Bas Dost, liðsfélagi hans í NEC féll til jarðar á dögunum en er á batavegi.
„Ég hef upplifað þetta aðeins of oft,“ segir Schone um stöðu mála en hann er 37 ára gamall.
„Þetta er að gerast of oft, ég er heldur ekki lengur 22 ára og hef spilað lengi. Ég efast um hvað ég held lengi áfram.“
„Ég hef verið að pæla í þessu og núna meira en áður. Ég er að ræða við fólkið í kringum mig en hef ekki ákveðið neitt.“