fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Hefur ekki lengur neitt á móti samkynhneigðum – „Eftir að ég kom til Íslands þroskaðist ég“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 17:12

Isaac Kwateng. Skjáskot: Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, segist ekki lengur hafa neitt á móti samkynhneigðum. Hann er að snúa aftur til Íslands eftir að hafa fengið atvinnu- og dvalarleyfi hér.

Kwateng kom hingað til Íslands 2017 frá Gana og sótti þá um alþjóðlega vernd. Um miðjan októ­ber var hon­um síðan vísað úr landi eft­ir sex ára bið og óvissu hér á landi. Nú er atvinnu- og dvalarleyfi hins vegar í höfn og því má búast við að Isaac flytji aftur til Íslands á næstu dögum.

Kwateng flúði heimaland sitt, Gana, og kom til Íslands en ráðist hafði verið á hann eftir að hann predikaði gegn samkynhneigð. Hann sagði í samtali við Heimildina að hann hafi snúið baki við þessum skoðunum.

„Ég var alinn upp af kristnum foreldrum með viðhorf sem eru mjög ólík þeim evrópsku,“ segir hann.

„Eftir að ég kom til Íslands þroskaðist ég og byrjaði að skilja ýmislegt betur. Það breytti mér.

Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, ég vil að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja.

Ef þú ert samkynhneigður, þá er það þitt líf og þú átt að gera það sem gerir þig hamingjusaman eða hamingjusama. Ég er ekki á móti neinum. Allir vilja vera hamingjusamir og ég er ekki á móti því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“