fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Tvö mörk Gylfa dugðu til þess að Lyngby fór áfram eftir vítaspyrnukeppni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 20:09

Gylfi fagnar í kvöld Mynd/Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyngby er komið áfram í danska bikarnum eftir sigur á Helsingör í vítaspyrnukeppni í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Lyngby.

Mörk Gylfa komu bæði í fyrri hálfleik en það fyrra var úr vítaspyrnu en hitt var afar glæsilegt.

Gylfi skaut þá með vinstri fæti fyrir utan teig og markvörðurinn kom engum vörnum við.

Helsingör jafnaði leikinn þegar lítið var eftir og því var farið í framlengingu, hvorugu liðinu tókst að skora þar.

Gylfi Þór var farinn af velli þegar vítaspyrnukeppnin hófst en þar skoruðu Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum